Um okkur

Jarðgerðarfélagið er frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur með hringrásarlausnir í bokashi jarðgerð fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga.
Markmið Jarðgerðarfélagsins er að byggja upp hraust náttúruleg og samfélagsleg vistkerfi. Við nálgumst endurvinnslu og úrgangsmál með umhverfi, loftslag, fólk og samfélag í forgangi.

Þetta gerum við með því annars vegar að beina lífrænu hráefni úr urðun og yfir í staðbundna, hagkvæma og umhverfisvæna hringrás og nýtum afurðina sem til verður; næringarríkan lífrænan áburð, í landgræðslu og ýmiskonar ræktun.  Hins vegar gerum við þetta með mannlegri og samfélagslegri nálgun notendamiðaðrar hönnunar. Flokkun og endurvinnsla er fyrst og fremst mannlegt ferli og nýtt viðhorf og venjur í heimilisflokkun þarfnast þess að við nálgumst fólk með samkennd og samvinnu að leiðarljósi.

Teymið samanstendur af Juliu Miriam Brenner og Björk Brynjarsdóttur.
Julia Miriam Brenner er jarðvegsfræðingur. Hún útskrifaðist með mastersgráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2016 þar sem hún rannsakaði áhrif lífræns áburðar í landgræðslu. Hún lauk rannsóknarstöðu við Oak Ridge National Laboratory í Tennessee í Bandaríkjunum árið 2020 þar sem hún rannsakaði hringrás næringarefna í regnskógar-vistkerfum. Julia hefur mikla ástríðu fyrir jarðvegheilsu, líffræðilegum fjölbreytileika og hringrásarkerfum.

Björk Brynjarsdóttir er ferlishönnuður og auðveldari (e. facilitator). Hún lauk námi við Kaospilot skólann í Danmörku árið 2018 og hefur síðan þá unnið sem teymisþjálfari, í þjónustu- og vinnustofuhönnun og ýmisskonar auðveldun og námskeiðshaldi. Björk brennur fyrir samvinnu og mannlegri nálgun þeirra áskoranna sem við stöndum frammi fyrir.

Clone website